Eyrbekkingar með unglingalið á badmintonmóti

Ungmennafélag Eyrarbakka sendi í fyrsta skipti í sögu félagsins lið á unglingamót Badmintonfélags Hafnarfjarðar sem fram fór á laugardag.

Liðsmenn áttu góðar stundir saman og eiga öll hrós skilið fyrir góða frammistöðu. Liðið spilaði í B-flokki U-15 og endaði fjórða sæti.
Á myndinni sem fylgir þessari frétt eru (aftari röð f.v.) Alfreð Logi Birgisson, Grímur Ívarsson, Ásgeir Nemesio Halldórsson og Þórdís Ívarsdóttir. (Fremri röð f.v.) Ingimundur Bjarni Roy Simonarson, Rúnar Orri Elíasson og James Hrafn Bichard. Fremst liggur Ívar Örn Gíslason, þjálfari liðsins.
Fyrri greinÖlóður maður á Örkinni
Næsta greinStungið á öll dekkin