Eyjólfur og Hlekkur sigruðu

Fyrsta keppnin í Meistaradeildinni í hestaíþróttum fór fram í Ölfushöllinni í gærkvöldi þegar kept var í fjórgangi. Eyjólfur Þorsteinsson og Hlekkur frá Þingnesi sigruðu glæsilega með einkunnina 8,27.

Eyjólfur og Hlekkur stóðu efstir eftir forkeppnina með 7,70 en þar á eftir komu Guðmundur Björgvinsson og Hrímnir frá Ósi með 7,67.

Í B-úrslitum fóru Hulda Gústafsdóttir og Ketill frá Kvistum uppfyrir Olil Amble og Háfeta frá Leirulæk og Gústaf Hinriksson og Nask frá Búlandi og tryggðu sér þar með sæti í A-úrslitunum. Hulda og Ketill urðu síðan í 5. sæti með 7,27.

Röð efstu þriggja hesta í úrslitunum var sú sama og í forkeppninni, á eftir Eyjólfi og Hlekk komu Guðmundur og Hrímnir með 8,00 og þriðju voru Sigurður Sigurðarson og Loki frá Selfossi með 7,87.

Úrslit kvöldsins
1 Eyjólfur Þorsteinsson / Hlekkur frá Þingnesi 8,27
2 Guðmundur Björgvinsson / Hrímnir frá Ósi 8,00
3 Sigurður Sigurðarson / Loki frá Selfossi 7,87
4 Árni Björn Pálsson / Öfjörð frá Litlu-Reykjum 7,33
5 Hulda Gústafsdóttir / Ketill frá Kvistum 7,27
6 Jakob Svavar Sigurðsson / Asi frá Lundum II 7,23

B-úrslit
1 Hulda Gústafsdóttir / Ketill frá Kvistum 7,40
2 Olil Amble / Háfeti frá Leirulæk 7,37
3-4 Sigurður Vignir Matthíasson / Svalur frá Litlu-Sandvík 7,33
3-4 Artemisia Bertus / Korgur frá Ingólfshvoli 7,33
5 Hinrik Bragason / Hængur frá Hæl 7,30
6 Viðar Ingólfsson / Kringla frá Jarðbrú 7,23
7 Gústaf Ásgeir Hinriksson / Naskur frá Búlandi 7,00

Forkeppni
1 Eyjólfur Þorsteinsson / Hlekkur frá Þingnesi 7,70
2 Guðmundur Björgvinsson / Hrímnir frá Ósi 7,67
3 Sigurður Sigurðarson / Loki frá Selfossi 7,60
4 Jakob Svavar Sigurðsson / Asi frá Lundum II 7,30
5 Árni Björn Pálsson / Öfjörð frá Litlu-Reykjum 7,27
6-7 Olil Amble / Háfeti frá Leirulæk 7,17
6-7 Gústaf Ásgeir Hinriksson / Naskur frá Búlandi 7,17
8 Hulda Gústafsdóttir / Ketill frá Kvistum 7,13
9 Artemisia Bertus / Korgur frá Ingólfshvoli 7,10
10-12 Sigurður Vignir Matthíasson / Svalur frá Litlu-Sandvík 7,07
10-12 Viðar Ingólfsson / Kringla frá Jarðbrú 7,07
10-12 Hinrik Bragason / Hængur frá Hæl 7,07
13 Anna S. Valdemarsdóttir / Vakar frá Ketilsstöðum 7,00
14-16 Sigurbjörn Bárðarson / Hróður frá Laugabóli 6,93
14-16 John Sigurjónsson / Konsert frá Korpu 6,93
14-16 Anna Björk Ólafsdóttir / Reyr frá Melabergi 6,93
17 Sigursteinn Sumarliðason / Dökkvi frá Ingólfshvoli 6,83
18 Ólafur Ásgeirsson / Hugleikur frá Galtanesi 6,70
19-20 Bergur Jónsson / Fálmar frá Ketilsstöðum 6,67
19-20 Reynir Örn Pálmason / Rauður frá Syðri-Löngumýri 6,67
21 Sylvía Sigurbjörnsdóttir / Þórir frá Hólum 6,57
22 Þórdís Erla Gunnarsdóttir / Glefsa frá Auðsholtshjáleigu 6,40
23 Kári Steinsson / Prestur frá Hæli 6,23
24 Ævar Örn Guðjónsson / Þyrla frá Strandarhjáleigu 6,17

Fyrri greinGuðjónsdagurinn á morgun
Næsta greinAndrea Ýr í Selfoss – Valorie kemur aftur