Eyjamenn sigldu heim með stigin

Aron Einarsson sendir boltann á Gary Martin í leiknum í kvöld. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfoss tók á móti ÍBV í A-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu á gervigrasinu á Selfossi í kvöld.

Eyjamenn komust yfir með marki Breka Ómarssonar á 24. mínútu og staðan var 0-1 í hálfleik. Breki var svo aftur á ferðinni um miðjan seinni hálfleikinn og Selfyssingar náðu ekki að svara fyrir sig, þannig að lokatölur urðu 0-2.

Selfyssingar hafa lokið keppni í Lengjubikarnum í vor en þeir enduðu í 4. sæti riðilsins með 3 stig. ÍBV er í toppsætinu með 9 stig og á eftir að mæta Breiðabliki, sem er í 2. sætinu með 6 stig.

Fyrri greinFimmta föstudagslagið frá Hr. Eydísi
Næsta greinLið FSu komið í úrslit Gettu betur