Eyberg með sigurmark Ægis

Sigurður Eyberg Guðlaugsson skoraði sigurmark Ægis í dag þegar liðið tók á móti Huginn frá Seyðisfirði í 2. deild karla í knattspyrnu.

Gestirnir komust yfir strax á 9. mínútu en Aco Pandurevic jafnaði metin fyrir Ægi tuttugu mínútum síðar og staðan var 1-1 í hálfleik.

Síðari hálfleikur var markalaus allt þar til á 83. mínútu að varnarjaxlinn Sigurður Eyberg skoraði sigurmark Ægis sem lyftu sér þar með upp í 8. sæti deildarinnar.

Fyrri greinGrænuvellir gerðir að einstefnugötu
Næsta greinNýjar tölvur fyrir nýja sveitarstjórnarmenn