Eyberg með eina mark leiksins

Hamar vann sinn fyrsta deildarleik síðan 21. júní og Ægir tapaði stórt þegar keppni í 2. deild karla í knattspyrnu lauk í dag.

Hamar tók á móti Dalvík/Reyni og þar skoraði Sigurður Eyberg Guðlaugsson eina mark leiksins á 8. mínútu. Hamarsmenn fengu svo sitt tíunda rauða spjald í sumar undir lok leiks þegar öldungnum Kristmari Geir Björnssyni var vísað af velli.

Ægir sótti Aftureldingu heim í Mosfellsbæinn og átti sér ekki viðreisnar von gegn sprækum heimamönnum. Lokatölur leiksins urðu 5-0.

Ægir lauk keppni í 2. deildinni í 10. sæti með 23 stig en Hamar vermir botnsætið með 13 stig.

Fyrri greinSóttu látlaust en uppskáru ekkert
Næsta greinHamar hikstaði undir lokin