Eyberg framlengir við Selfoss

Varnarmaðurinn Sigurður Eyberg Guðlaugsson hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Selfoss um tvö ár.

Það er óhætt að segja að þessi tíðindi muni gleðja stuðningsmenn Selfyssinga en Eyberg hefur verið einn vinsælasti leikmaður Selfoss síðustu ár.

Sigurður var á dögunum valinn í æfingahóp U21 árs landslið Íslands í fyrsta sinn.

Hann lék tólf leiki með Selfoss í 1. deildinni í sumar og tíu leiki í Pepsi-deildinni í fyrra. Hann hefur leikið 77 leiki í deild og bikar með Selfyssingum og skorað eitt glæsilegt mark.