Eva og Björgey afgreiddu ÍH

Eva Lind Elíasdóttir. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfoss vann öruggan sigur á ÍH í 2. deild kvenna í knattspyrnu í Skessunni í Hafnarfirði í dag.

Selfoss gerði út um leikinn á fyrstu tuttugu mínútunum, Eva Lind Elíasdóttir skoraði á 9. mínútu og tíu mínútum síðar tvöfaldaði Björgey Njála Andreudóttir forskotið. Fleiri urðu mörkin ekki, lokatölur 2-0 og Selfoss jók forskot sitt á toppnum um þrjú stig.

Selfossliðið mun taka við sigurlaununum í deildinni í lokaumferðinni á föstudagskvöld, þegar Völsungur kemur í heimsókn.

Fyrri greinAlvarlegt slys á Fjallabaksleið syðri
Næsta greinVilltust við Landmannalaugar