Eva Núra í Selfoss

Eva Núra og Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss, „handsala“ samninginn. Ljósmynd/Einar Karl Þórhallsson

Knattspyrnudeild Selfoss hefur samið við miðjumanninn Evu Núru Abrahamsdóttur um að leika með liði félagsins á komandi leiktíð.

Eva Núra, sem er 26 ára, kemur til liðsins frá FH en hún hóf meistaraflokksferil sinn með Fylki og hefur einnig leikið með Haukum. Samtals hefur hún leikið 193 meistaraflokksleiki fyrir þessi félög, þar af 109 í efstu deild.

Hún á einn A-landsleik að baki og fjölda landsleikja fyrir yngri landslið Íslands.

„Ég er virkilega sáttur með að fá Evu Núru til okkar. Hún er góður leikmaður með mikla reynslu og hefur eiginleika sem eiga eftir að nýtast okkur vel í sumar,“ segir Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss.

Fyrri greinSelfoss-U náði ekki að ógna Val-U
Næsta greinFyrrum markvörður Liverpool til Selfoss