Eva María vann óvæntasta afrekið

Eva María Baldursdóttir. Ljósmynd/FRÍ

Eva María Baldursdóttir, Umf. Selfoss, vann óvæntasta afrek ársins 2020 hjá íslensku frjálsíþróttafólki 19 ára og yngri.

Á Hástökksmóti Selfoss stökk hún yfir 1,81 metra og bætti um leið Íslandsmetið í flokki 16-17 ára stúlkna. Árangur Evu María var einnig sjöundi besti árangur utanhúss hjá 16-17 ára stúlkum í Evrópu.

Valið var tilkynnt í dag á heimasíðu Frjálsíþróttasambands Íslands. Vegna þjóðfélagsaðstæðna var ekki hægt að halda hefðbundna uppskeruhátíð og því þess í stað voru viðurkenningum ársins gerð skil á netinu.

Eva María var eini keppandinn á HSK svæðinu sem vann til verðlauna á uppskeruhátíðinni. Ásdís Hjálmsdóttir og Guðni Valur Guðnason voru valin frjálsíþróttafólk ársins.

Fyrri greinBjarg byggir tvö fjölbýlishús á Selfossi
Næsta greinJólastemmning í Litlu Melabúðinni