Eva María og Dagur Fannar valin í landsliðið

Eva María og Dagur Fannar. Ljósmynd/Sigurður Kristinn Guðbjörnsson

Eva María Baldursdóttir og Dagur Fannar Einarsson, bæði úr Umf. Selfoss, hafa verið valin í landsliðshóp Íslands í frjálsum íþróttum fyrir árið 2021.

Eva María er valin í stökkgreinar en hún er besti hástökkvari landsins í kvennaflokki og hinn sprettharði Dagur Fannar er valinn í hlaupagreinar.

Árið 2021 verður mjög spennandi hjá frjálsíþróttafólki og dagskráin þétt en stærsta verkefni landsliðsins er án efa Evrópubikarkeppni landsliða. Ísland keppir að þessu sinni í  2. deild eftir glæsilegan sigur liðsins í 3. deild í Skopje 2019.