Eva María Íslandsmeistari í hástökki

Eva María á verðlaunapalli, ásamt Birtu Maríu Haraldsdóttur og Maríu Rún Gunnlaugsdóttur úr FH. Ljósmynd/Ólafur Guðmundsson

Eva María Baldursdóttir, Umf. Selfoss, sigraði í hástökki á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum innanhúss sem fram fór í Kaplakrika um síðustu helgi.

Eva María vippaði sér yfir 1,76 m og bætti sig innanhúss um þrjá sentimetra. Þetta er HSK met í þremur flokkum stúlkna; 16-17 ára, 18-19 ára og 20-22 ára.

Fjóla Signý Hannesdóttir, Umf. Selfoss, tók silfrið í 60 m grindahlaupi á fínum tíma, 9,10 sek og Hildur Helga Einarsdóttir, Umf. Selfoss, vann svo brons í kúluvarpi kvenna með kast upp á 11,19 m.

HSK/Selfoss átti að sjálfsögðu fleiri keppendur sem stóðu sig allir vel og voru flestir að bæta sinn persónulega árangur. Goði Gnýr Guðjónsson, Heklu, er einn þeirra en hann setti HSK met í flokki 16-17 ára pilta bætti sig um rúmar fimm sekúndur í 800 m hlaupi þegar hann kom fimmti í mark á 2:06,38 mín.

Fyrri greinÖruggt hjá Íslandsmeisturunum
Næsta greinRúta með 23 innanborðs valt á Mosfellsheiði