Eva María í 15. sæti á EM U23

Eva María á keppnisvellinum í Bergen í gær. Ljósmynd/Aðsend

Eva María Baldursdóttir, Umf. Selfoss, stóð sig frábærlega í hástökkskeppninni á Evrópumeistaramóti U23 í Bergen í Noregi í gær.

Eva María vippaði sér yfir 1,77 m í fyrstu tilraun og það skilaði henni 15. sæti í keppninni en fjórtán efstu keppendurnir komust í úrslit. Eva María var komin yfir 1,81 m en felldi naumlega með hælunum en sú hæð hefði skilað henni í úrslitakeppnina.

Alls tóku 28 stúlkur þátt í hástökkskeppninni en þær fjórtán stúlkur sem komust í úrslit stukku allar yfir 1,81m.

Þetta er frábær árangur hjá Evu Maríu en hún hefur hæst stokkið yfir 1,84 m á þessu ári.

Fyrri greinSwing-tríó í Tryggvaskála
Næsta greinGæsahúð og góðar minningar