Eva María fjórða á NM

Eva María undirbýr stökk á NM í Svíþjóð. Ljósmynd/FRÍ

Hástökkvarinn Eva María Baldursdóttir, úr Ungmennafélagi Selfoss, náði þeim frábæra árangri að verða í 4. sæti í hástökki á Norðurlandameistaramótinu í frjálsum íþróttum fullorðinna, sem fram fór í Svíþjóð um síðustu helgi.

Eva María stökk yfir 1,76 m í fyrstu tilraun og jafnaði þar sinn ársbesta árangur. Eva María sem er aðeins 18 ára gömul var næst yngst keppendanna í hástökki og því stórkostlegt að ná fjórða sæti.

Guðni Valur Guðnason náði einnig 4. sæti í kúluvarpi en hann og Eva voru með bestan árangur íslensku keppendanna.

Ísland og Danmörk tefldu fram sameiginlegu liði sem hafnaði í 3. sæti í keppninni en Svíþjóð vann kvennakeppnina.

Fyrri greinFáir kærðir fyrir hraðakstur
Næsta greinHvergerðingar rjúfa 3.000 íbúa múrinn