Eva María bætti sig og stökk inn á lokamótið

Eva María tryggði sig inn á lokamót NCAA mótaraðarinnar. Ljósmynd/University of Pittsburgh

Selfyssingurinn Eva María Baldursdóttir gerði það gott um helgina er hún vippaði sér yfir 1,82 m í hástökki á háskólamóti í Flórída í Bandaríkjunum.

Eva María bætti þar sinn besta árangur um 1 sm og bætti eigið HSK-met í flokki 20-22 ára.

Með þessum árangri tryggði Eva María sig inn á lokamót NCAA háskóladeildarinnar sem haldið verður í Eugene í Oregonfylki eftir tvær vikur.

Eva, sem keppir fyrir University of Pittsburgh, hefur verið í góðum gír að undanförnu en þann 17. maí síðastliðinn keppti hún á ACC háskólamóti og tryggði sér silfrið þar með því að stökkva yfir 1,80 sm og hún átti síðan góðar tilraunir við 1,83 sm.

Fyrri greinStóraukið fjármagn í viðhald vega á landsbyggðinni
Næsta greinÖrn tók silfrið á Smáþjóðaleikunum