Eva Lind skoraði eina mark Selfoss

Kvennalið Selfoss í knattspyrnu tapaði 1-4 þegar ÍBV kom í heimsókn á Selfossvöll í dag í A-deild Lengjubikarsins.

ÍBV komst yfir strax á 5. mínútu með marki frá Ana Lopez og Bryndís Kristinsdóttir bætti við öðru marki á 27. mínútu, 0-2 í hálfleik.

Síðari hálfleikur var markalaus lengst af en á síðustu fimm mínútunum opnuðust allar flóðgáttir. Fyrst kom Shaneka Gordon ÍBV í 0-3 á 85. mínútu en Eva Lind Elíasdóttir minnkaði muninn í 1-3 á 87. mínútu. Gordon var svo aftur á ferðinni í uppbótartíma og tryggði ÍBV 1-4 sigur.

Selfoss er í 6. sæti A-riðils með 1 stig en ÍBV í 5. sæti með 3 stig þegar þremur umferðum er lokið.

Fyrri greinSveinn leiðir lista framfarasinna í Ölfusi
Næsta greinGunnar tók 2. sætið – Sandra og Kjartan jöfn í þriðja