Eva Lind skaut Selfoss áfram í bikarnum

Eva Lind Elíasdóttir. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfyssingar eru komnir í 8-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna í knattspyrnu eftir 0-1 sigur gegn Tindastóli á Sauðárkróki í dag.

Eva Lind Elíasdóttir skoraði eina mark leiksins á 34. mínútu með góðu skoti úr miðjum vítateignum. Guðrún Þóra Geirsdóttir átti stoðsendinguna eftir góðan undirbúning Sigríðar Theodóru Guðmundsdóttur.

Selfyssingar voru sterkari í seinni hálfleiknum og voru nær því að skora en Emelía Óskarsdóttir átti meðal annars stangarskot eftir snarpa sókn.

Selfyssingar verða því í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslitin ásamt Stjörnunni, Breiðabliki, Víkingi R, Keflavík og Þrótti R. Á morgun og hinn skýrist svo hvort ÍBV eða Grindavík og FHL eða FH bætist við í pottinn.

Fyrri greinÖlfus gerist Heilsueflandi samfélag
Næsta greinHeiðar Snær dúxaði í FSu