Eva komin með alþjóðleg þjálfararéttindi

Eva ásamt Tim Swane þjálfarakennara. Ljósmynd/Bogfimisambandið

Eva Tomisova á Vindási í Landsveit lauk á dögunum alþjóðlegu þjálfaranámskeiði hjá Bogfimisambandi Íslands í samstarfi við World Archery.

Eva er þar með fyrst félaga í Skotfélaginu Skyttum til þess að ná alþjóðlegum þjálfararéttindum og er ein af 29 þjálfurum á landinu með þau réttindi.

Verklegur hluti námsskeiðsins tók 50 klukkustundir á fimm dögum en áður höfðu þjálfararnir lokið bóklegum hluta námskeiðsins, ásamt námsskeiði Alþjóða lyfjaeftirlitsstofnunarinnar og ýmsu fleiru.

Þjálfari á námskeiðinu var Tim Swane frá Bretlandi, sem er aðal þjálfarakennari heimssambandsins World Archery.

Fyrri greinMetfjöldi skráður í FSu næsta haust
Næsta greinValgerður vann sjötta Íslandsmeistaratitilinn í röð