Erna skoraði eina mark Selfoss

Selfoss hóf keppni í A-deild Lengjubikars kvenna í knattspyrnu þegar liðið mætti Þór/KA í Akraneshöllinni. Eyfirðingar sigruðu 1-3.

Fyrri hálfleikur var markalaus en strax á 2. mínútu seinni hálfleiks komst Þór/KA yfir. Þær bættu öðru marki við tíu mínútum síðar en Erna Guðjónsdóttir minnkaði muninn fyrir Selfoss í 1-2 á 73. mínútu.

Þrátt fyrir ágætar sóknir Selfyssinga tókst þeim ekki að bæta við mörkum en Þór/KA bætti þriðja markinu við í uppbótartíma og þar við sat.

Næsti leikur Selfoss er gegn Stjörnunni á útivelli þann 16. mars en bæði lið eru án stiga í riðlinum.

Fyrri greinGrindvíkingar sterkari
Næsta greinLeifur og Már ætla sér alla leið í Gullegginu