Erna og Katrín skrifuðu undir samninga

Erna Guðjónsdóttir og Katrín Rúnarsdóttir, leikmenn meistaraflokks kvenna, skrifuðu í síðustu viku undir samning við Knattspyrnudeild Selfoss.

Þær eru báðar fæddar 1996 og eru tvær af efnilegustu leikmönnum félagsins. Katrín spilaði ellefu leiki í Pepsi-deild kvenna í sumar og skoraði tvö mörk. Hún hefur einnig leikið sex leiki fyrir U17 ára landslið Íslands. Erna lék einn leik í Pepsi-deildinni í sumar en hún kom inn á í síðasta leik Selfoss gegn Stjörnunni.

Knattspyrnudeild Selfoss mun á næstunni semja við fleiri unga og efnilega leikmenn.