Erlín Katla íþróttamaður ársins hjá Þjótanda

Alda Stefánsdóttir félagi ársins og Erlín Katla Hansdóttir íþróttamaður ársins. Ljósmynd/Þjótandi

Aðalfundur Þjótanda var haldinn í Félagslundi síðastliðið fimmtudagskvöld. Þar var Erlín Katla Hansdóttir, Íslandsmethafi í hreystigreip í Skólahreysti, útnefnd íþróttamaður ársins hjá félaginu og Alda Stefánsdóttir var valin félagi ársins.

Nokkrar breytingar urðu á stjórninni en Bryndís Eva Óskarsdóttir lét af formennsku og var kosin formaður íþróttanefndar en Fanney Ólafsdóttir tók við formannskeflinu. Hallfríður Ósk Aðalsteinsdóttir og Oddný Ása Ingjaldsdóttir voru kjörnar í ritnefnd og Guðmunda Bríet Steindórsdóttir kom ný inn í varastjórn.

Fyrri greinMótmæla kröftuglega lokun og tilfærslu starfa
Næsta greinÓður til Árborgar