Enn tapar FSu

Lið FSu hefur heldur betur misst flugið í 1. deild karla í körfubolta en liðið tapaði í kvöld fimmta leiknum í röð þegar það mætti Skallagrími í Borgarnesi.

Heimamenn voru sterkari í fyrri hálfleik og leiddu í leikhléinu, 49-31. FSu liðið vaknaði til lífsins í síðari hálfleik sem var jafn og spennandi en munurinn á stigatöflunni breyttist lítið. Að lokum skildu 15 stig liðin að, 84-69.

Þegar þrjár umferðir eru eftir þurfa Selfyssingar að halda vel á spöðunum ætli þeir sér í úrslitakeppnina en liðið á eftir að mæta Val og Laugdælum heima og Ármanni úti.

Valur Orri Valsson var stigahæstur hjá FSu með 23 stig, Guðmundur Gunnarsson skoraði 13 og Orri Jónsson 10.

Fyrri greinArfaslakt hjá ungmennaliðinu
Næsta greinVatnsdæling veldur titringi