Enn tapar FSu

Lið FSu tapaði í kvöld fyrir Valsmönnum í 1. deild karla í körfubolta, 78-87.

Gestirnir byrjuðu betur og náðu 10 stiga forskoti í lok 1. leikhluta, 17-27. FSu svaraði fyrir sig í 2. leikhluta en staðan í hálfleik var 41-48. Seinni hálfleikur var jafn en Valsmenn juku forskot sitt og lokatölur urðu 78-87.

Valur Orri Valsson var stigahæstur í liði FSu með 22 stig, Björn Kristjánsson skoraði 19 og Orri Jónsson 10.

Fyrri greinVilja stöðva vegagerð í Mýrdalnum
Næsta greinSigurganga Þórs heldur áfram