Enn hiksta Hamarsmenn

Hamar heldur áfram að hiksta í C-riðli 4. deildar karla í knattspyrnu en eftir frábæra byrjun á mótinu tapaði Hamar þriðja leik sínum í röð þegar liðið mætti Fenri á útivelli í kvöld.

Úrslitin koma á óvart en Fenrir var í botnsætinu fyrir leikinn. Þrátt fyrir tapið heldur Hamar 2. sætinu með 18 stig en Berserkir eiga leik til góða í 3. sætinu og geta minnkað muninn niður í tvö stig.

Leikurinn í kvöld var markalaus lengst af en Fenrismenn skoruðu sigurmarkið á 87. mínútu. Lokatölur 1-0.

Fyrri greinVigfús dæmdur í fimm ára fangelsi
Næsta grein„Við eigum stúkuna hérna í Vestmannaeyjum“