Enn eitt tapið hjá Mílunni

Mílan tapaði enn einum leiknum í 1. deild karla í handbolta í gærkvöldi þegar HK kom í heimsókn á Selfoss.

Leikurinn var jafn fyrstu fimmtán mínúturnar en þá skriðu HK menn framúr og náðu þriggja marka forskoti. Staðan var 8-13 í hálfleik.

Mílan náði að minnka muninn í 12-14 í upphafi síðari hálfleiks en þá gáfu gestirnir í og náðu átta marka forskoti í kjölfarið, 14-22, þegar tíu mínútur voru eftir. Mílan átti engin svör á lokakaflanum og leiknum lauk með sigri HSK, 20-26.

Sigurður Már Guðmundsson var markahæstur hjá Mílunni með 7 mörk, Gunnar Páll Júlíusson skoraði 5, Andri Hrafn Hallsson 4 og þeir Leifur Örn Leifsson, Eyþór Jónsson, EInar SIndri Ólafsson og Hlynur Steinn Bogason skoruðu allir 1 mark.

Sverrir Andrésson varði 12 skot í marki Mílunnar og Bogi Pétur Thorarensen 3/1.

Mílan er áfram í botnsæti deildarinnar með 3 stig, þegar tvær umferðir eru eftir í deildinni.