Enn eitt héraðsmetið hjá Sindra Seim

Sindri Freyr Seim Sigurðsson á sprettinum á Unglingalandsmótinu í Þorlákshöfn síðasta sumar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Sindri Freyr Seim Sigurðsson Umf. Heklu bætti hálfsmánaðargamalt met sitt í 200 metra hlaupi innanhúss í 15 ára flokki á Aðventumóti Ármanns sem haldið var í Laugardalshöllinni þann 8. desember.

Sindri hljóp á 23,74 sek, en „gamla“ metið hans var 23,98 sek.

Sindri hefur þar með sett 30 HSK einstaklingsmet á þessu ári, átta innanhúss og 22 met utanhúss.

Hann hefur auk þess sett sjö HSK met í boðhlaupum með öðrum öflugum hlaupurum af sambandssvæðinu.

Fyrri greinGáfu tvær Tetra stöðvar í nýju aðgerðastjórnstöðina
Næsta greinRannsókn á brunanum að ljúka