Enn einn stórsigur Selfoss

Katla María Magnúsdóttir. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Kvennalið Selfoss vann enn einn stórsigurinn í 1. deildinni í handbolta í gærkvöldi þegar Valur-U kom í heimsókn í Set-höllina.

Selfyssingar leiddu frá fyrstu mínútu og eftir tíu mínútna leik höfðu þær hrist Valsliðið af sér. Staðan í hálfleik var 21-12. Selfoss byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og gaf Valsliðinu engan möguleika á endurkomu. Munurinn var orðinn sextán mörk um miðjan seinni hálfleikinn og að lokatölur leiksins urðu 34-17.

Katla María Magnúsdóttir var markahæst Selfyssinga með 12 mörk, Perla Ruth Albertsdóttir skoraði 8, Arna Kristín Einarsdóttir 7, Harpa Valey Gylfadóttir 4, Katla Björg Ómarsdóttir 3, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir og Kristín Una Hólmarsdóttir 2 og þær Adela Jóhannsdóttir og Hulda Dís Þrastardóttir skoruðu 1 mark hvor.

Cornelia Hermansson varði 14 skot í marki Selfoss og Ágústa Tanja Jóhannsdóttir 5.

Selfoss er í toppsæti deildarinnar með fullt hús stiga, 14 stig og hefur tveggja stiga forskot á Gróttu.

Fyrri greinSunnlensku liðin töpuðu úti
Næsta greinTreyja Ronaldo seldist á eina milljón króna