Enn einn Norðmaðurinn til skoðunar

Enn einn Norðmaðurinn er í herbúðum knattspyrnuliðs Selfyssinga þessa dagana en miðjumaðurinn Jon Andre Røyrane er nú hjá þeim og æfir með liðinu.

Þetta kemur fram á síðu stuðningsmanna Selfyssinga.

Røyrane er 28 ára gamall og á að baki 34 leiki og 4 mörk í norsku úrvalsdeildinni með Sandefjord og Lyn. Þá hefur hann spilað um 50 leiki í næstefstu deild og skorað 15 mörk. Hann var með Lyn í úrvalsdeildinni 2010 en fór þaðan til 2. deildarliðsins Kristiansund.

Þrír Norðmenn eru samningsbundnir Selfyssingum, þeir Endre Ove Brenne, Ivar Skjerve og Robert Sandnes.