Enn einn 3-0 sigurinn

Hafsteinn Valdimarsson og Jakub Madeij upp við netið. Ljósmynd/Guðmundur Erlingsson

Úrvalsdeildarlið Hamars í blaki tók á móti Vestra frá Ísafirði í Mizunodeild karla í dag. Niðurstaðan varð enn einn 3-0 sigur Hamars í vetur.

Hamarsmenn mættu einbeittir til leiks og unnu fyrstu tvær hrinurnar örugglega 25-15 og 25-14. Vestramenn vöknuðu þá til lífsins og veittu hörku mótspyrnu en það dugði skammt. Vestri hafði frumkvæði í hrinunni og var yfir í stöðunni 23-20 en Hamarsmenn héldu einbeitingu og unnu hrinuna að lokum 26-24 og enn einn leikinn þar með 3-0.

Hamarsmenn eru því áfram ósigraðir á toppi deildarinnar með fullt hús stiga.

Fyrri greinStórt tap á heimavelli
Næsta greinÓk framhjá merkingum á ófærum vegi