Enn bið eftir sigri

Hrunamenn töpuðu fjórða leik sínum í C-riðli 4. deildar karla í knattspyrnu í kvöld þegar liðið mætti Skallagrím í Borgarnesi.

Heimamenn komust yfir á 5. mínútu og bættu svo við öðru marki á lokamínútu fyrri hálfleiks. Staðan var 2-0 í leikhléi.

Skallgrímur skoraði þrjú mörk í síðari hálfleiknum án þess að Hrunamenn næðu að svara fyrir sig og lokatölur urðu 5-0.

Hrunamenn eru í 6. sæti C-riðilsins með 2 stig en Skallagrímur er í 4. sæti með 12 stig.

Fyrri greinRagnheiður íþróttamaður Hrunamannahrepps
Næsta greinSnæfríður Sól danskur unglingameistari