Enn bætir Snæfríður Íslandsmetið

Snæfríður Sól Jórunnardóttir. Ljósmynd/Sundsamband Íslands

Hvergerðingurinn Snæfríður Sól Jórunnardóttir varð í 14. sæti í 200 m skriðsundi á heimsmeistaramótinu í sundi í 50 m laug í Fukuoka í Japan í dag. Hún tvíbætti eigið Íslandsmet í greininni í dag.

Snæfríður byrjaði daginn á nýju Íslandsmeti og tryggði sér örugglega sæti í 16 manna úrslitum þar sem hún bætti tæplega tveggja mánaða eigið met um 77/100 úr sekúndu.

Hún gerði enn betur í undanúrslitasundinu þar sem hún synti frábært sund á tímanum 1:57,98 mín og bætti Íslandsmetið sitt aftur, nú um 16/100 hluta úr sekúndu.

Snæfríður kom mark í 8. sæti í sínum riðli og í 14. sæti í heildina og komst því miður ekki áfram í úrslitariðilinn.

Næst á dagskrá hjá Snæfríði Sól er 100 metra skriðsund næstkomandi fimmtudag og þá syndir Anton Sveinn Mckee, sem ættaður er frá Selfossi, 200 metra bringusund.

Fyrri greinLyklarnir að miðlunargeyminum voru faldir inni í agúrku
Næsta greinTaphrinunni lokið