Enginn stöðvar Uppsveitir

Kristinn Sölvi Sigurgeirsson skoraði tvö mörk í kvöld. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Uppsveitir hafa komið sér þægilega fyrir í toppsæti C-riðils 4. deildar karla í knattspyrnu, liðið er taplaust og lagði Hafnir örugglega á útivelli í kvöld.

Kristinn Sölvi Sigurgeirsson opnaði leikinn á marki strax á 5. mínútu og á níu mínútna kafla undir lok fyrri hálfleiks skoraði George Razvan þrennu. Seinni tvö marka hans komu úr vítaspyrnum sem Uppsveitir fengu með þriggja mínútna millibili.

Staðan var 0-4 í hálfleik og seinni hálfleikurinn var í meira jafnvægi en á síðustu tíu mínútunum bættu Uppsveitir við tveimur mörkum. Máni Snær Benediktsson kom boltanum í netið áður en Kristinn Sölvi lokaði leiknum með öðru marki sínu og tryggði Uppsveitum 0-6 sigur.

Uppsveitir eru í toppsæti riðilsins með 12 stig eftir fjóra leiki en Hafnir eru í 6. sæti með 3 stig.

Fyrri greinSelfyssingar áfram á toppnum
Næsta greinDigur sektarsjóður í síðustu viku