Engin vandræði í Krikanum

Roberta Stropé skoraði fimm mörk fyrir Selfoss. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Úrvalsdeildarlið Selfoss átti ekki í neinum vandræðum með 1. deildarlið FH í 16-liða úrslitum bikarkeppni kvenna í handbolta, en liðin mættust í Kaplakrika í kvöld.

Selfoss hafði góð tök á leiknum allan tímann og leiddi 8-13 í hálfleik. Í seinni hálfleik bættu þær vínrauðu enn frekar í og sigruðu að lokum með þrettán marka mun, 17-30.

Katla María Magnúsdóttir var markahæst Selfyssinga með 8 mörk, Roberta Stropé skoraði 5, Rakel Guðjónsdóttir, Ásdís Þóra Ágústsdóttir og Hulda Hrönn Bragadóttir 3, Tinna Sigurrós Traustadóttir, Inga Sól Björnsdóttir og Elínborg Katla Þorbjörnsdótir 2, þær Adela Eyrún Jóhannsdóttir og Kristín Una Hólmarsdóttir skoruðu 1 mark hvor.

Selforss verður því í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslitin en þau verða spiluð í febrúar.

Fyrri greinGríðarlegur heiður að fá þetta tækifæri
Næsta greinÁskorun að loknum íbúafundi Heidelberg Material