Engin vandræði hjá Árborgurum

Aron Freyr Margeirsson sækir að marki Skallagríms í kvöld. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Árborg vann öruggan sigur á Skallagrím í 4. deild karla í knattspyrnu á Selfossvelli í kvöld.

Aron Freyr Margeirsson kom Árborg yfir strax á 5. mínútu og Kristinn Sölvi Sigurgeirsson skoraði svo tvívegis með tveggja mínútna millibili um miðjan fyrri hálfleikinn.

Staðan var 3-0 í hálfleik og seinni hálfleikurinn var tíðindalítill. Árborgarar fengu ágæt færi til að bæta við mörkum en sváfu svo á verðinum þegar leið að leikslokum og Sölvi Snorrason minnkaði muninn fyrir Skallagrím á 79. mínútu. Gestirnir reyndu allt hvað af tók að leita að fleiri mörkum og sóttu meira á lokakaflanum en varð ekki að ósk sinni og Árborg sigraði 3-1.

Árborg er áfram í 2. sæti deildarinnar með 19 stig en Skallagrímur er í 8. sæti með 7 stig.

Önnur úrslit í 8. umferð 4. deildarinnar:

KH 1 – 4 Vængir Júpíters
0-1 Bjarki Fannar Arnþórsson (’3)
0-2 Árni Steinn Sigursteinsson (’15)
0-3 Árni Steinn Sigursteinsson (’39)
0-4 Bjarki Fannar Arnþórsson (’46)
1-4 Luis Alberto Quintero (’78)

KÁ 4 – 2 Álftanes
1-0 Kormákur Marðarson (’34)
2-0 Filip Sakaluk (’45+3)
2-1 Mariusz Baranowski (’75)
3-1 Ólafur Sveinmar Guðmundsson (’78)
4-1 Bjarki Sigurjónsson (’80)
4-2 Sveinn Sær Vattnes Ingólfsson (’90)

Fyrri greinRúmlega 30 keppendur af HSK svæðinu á Landsmóti 50+
Næsta greinSkaftárhreppur fær gefins brú