Engin svör í seinni hálfleik

Richard Sæþór Sigurðsson. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfyssingar hófu leik í Olísdeild karla í handbolta í dag þegar KA kom í heimsókn í Set-höllina á Selfossi.

Jafnt var á öllum tölum í fyrri hálfleik upp í 10-10 en þá skoruðu KA menn tvö mörk í röð og leiddu í kjölfarið 12-15 í hálfleik.

KA náði átta marka forskoti í upphafi seinni hálfleiks, 15-23, og Selfyssingar áttu ekki afturkvæmt eftir það. Gestirnir kláruðu leikinn af öryggi og sigruðu að lokum 23-30.

Richard Sæþór Sigurðsson var markahæstur Selfyssinga með 5 mörk, Hans Jörgen Ólafsson, Tryggvi Sigurberg Traustason og Sveinn Andri Sveinsson skoruðu allir 4 mörk, Álvaro Mallols 2 og þeir Hannes Höskuldsson, Sæþór Atlason, Gunnar Kári Bragason og Haukur Páll Hallgrímsson skoruðu allir 1 mark.

Vilius Rasimas varði 8 skot í marki Selfoss og var með 25% markvörslu. Jón Þórarinn Þorsteinsson varði 2/1 skot og var með 29% markvörslu.

Fyrri greinKFR áfram í 5. deildinni
Næsta greinTindastóll hafði betur á Selfossi