Endasprettur Hamars dugði ekki til

ÍR-ingar leiddu allan fyrri hálfleikinn en staðan í leikhléi var 16-27. Lítið skorað. Það sama var uppi á teningnum í 3. leikhluta, þar sem gestirnir juku forskot sitt lítillega.

Í síðasta fjórðungnum réðu Hamarskonur hins vegar lögum og lofum og skoruðu átján sig gegn fimm stigum ÍR. Hamar átti síðasta skot leiksins þegar ellefu sekúndur voru eftir en það geigaði og ÍR náði að hanga á sigrinum.

Þórunn Bjarnadóttir var best í liði Hamars í kvöld og öflug undir báðum körfum. Álfhildur Þorsteinsdóttir lét líka finna fyrir sér í vörninni og tók meðal annars tíu varnarfráköst.

Hamar er í 5. sæti deildarinnar með 2 stig en ÍR, sem er í 6. sæti, jafnaði Hamar að stigum í kvöld.

Tölfræði Hamars: Þórunn Bjarnadóttir 15/9 fráköst, Helga Vala Ingvarsdóttir 7/9 fráköst, Álfhildur E. Þorsteinsdóttir 5/12 fráköst, Sóley Gíslína Guðgeirsdóttir 4/7 fráköst, Ragnheiður Magnúsdóttir 4, Bjarney Sif Ægisdóttir 3, Fríða Margrét Þorsteinsdóttir 3.

Fyrri greinSelfoss varð undir í seinni hálfleik
Næsta greinBikardraumurinn úti hjá Mílunni