Emil Karel og Ragnar Örn áfram í Þór

Það voru að sjálfsögðu engin handabönd í tilefni dagsins. Til vinstri eru Emil Karel og Jóhanna Margrét Hjartardóttir og til hægri eru Ragnar Örn og Ágúst Þór Grétarsson. Ljósmynd/Þór

Bæði Emil Karel Einarsson og Ragnar Örn Bragason hafa framlengt samning við körfuknattleiksdeild Þórs og leika með liðinu í Dominos deildinni á næstu leiktíð.

Báðir eru spenntir fyrir komandi tímabili með nýjum þjálfara, Lárusi Jónssyni.

Í tilkynningu frá Þórsurum segir að það sé alltaf gott að hafa heimamennina klára til leiks en allir þeirra heimastrákar eru tilbúnir og mögulega eru gamlir leikmenn að taka fram skóna. Leikmenn Þórs hafa verið að æfa úti undanfarið en þeir hlakka til að komast inn í íþróttahús þegar að það verður heimilt.

Fyrri greinFyrstu skóflustungurnar með góðu millibili
Næsta greinFyrsta skref í uppbyggingu í húsnæðismálum aldraðra