Emelía Ósk á línuna á Selfossi

Emelía Ósk Aðalsteinsdóttir. Ljósmynd/UMFS

Emelía Ósk Aðalsteinsdóttir hefur samið við handknattleiksdeild Selfoss til ársins 2027. Hún lék sinn fyrsta leik fyrir Selfoss á Ragnarsmótinu í gærkvöldi og skoraði fjögur mörk í stórsigri gegn Víkingi.

Emelía Ósk er 17 ára línumaður sem kemur frá Fjölni þar sem hún ólst upp. Hún lék meðal annars með U-19 ára landsliði Íslands á EM í sumar í Svartfjallalandi.

„Við bindum miklar vonir við Emelíu Ósk og það verður spennandi að sjá hana með meistaraflokki kvenna í vetur. Um leið og handknattleiksdeild Selfoss býður Emelíu velkomna á Selfoss þá viljum við færa Fjölni þakkir fyrir þeirra þátt í félagaskiptunum,“ segir í tilkynningu frá Selfyssingum.

Fyrri greinFyrsti veitingastaður landsins með sólarhrings gervigreindarþjónustu
Næsta greinBundnu slitlagi fagnað á Úlfljótsvatni