Emelía aftur til Svíþjóðar

Emelía Óskarsdóttir. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Emelía Óskarsdóttir hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Selfoss í Bestu deldinni í sumar en sænska liðið Kristianstad hefur kallað hana til baka úr láni.

„Já, þetta var síðasti leikurinn hennar fyrir Selfoss – í bili, hver veit hvað gerist síðar. Núna er lánstíminn hennar búinn. Við vorum að vonast til þess að geta haldið henni út ágúst en mér heyrist að Kristianstad sé í einhverri smá endurbyggingu og það er einhver hreyfing á leikmönnum þar, þannig að þau vildu fá hana til baka núna,“ sagði Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss, í samtali við sunnlenska.is eftir sigurleikinn gegn Keflavík í gær, þar sem Emelía var besti maður vallarins.

„Amanda Andradóttir er farin í Val og það gengur auðvitað ekki fyrir Kristianstad að vera með Íslendingalaust lið, þannig að þau þurftu að kalla í Emelíu til baka,“ sagði Björn og hló.

Emelía, sem er 17 ára gömul, spilaði tólf leiki fyrir Selfoss í deild og bikar í sumar og skoraði í þeim tvö mörk.

Fyrri greinValgerður Íslandsmeistari í sveigboga utandyra
Næsta greinHákon setti nýtt Íslandsmet