Elvar valinn íþróttamaður ársins 

Elvar ásamt Þormari, syni sínum, með verðlaunin sem fylgja nafnbótinni. Ljósmynd/Aðsend

Elvar Þormarsson, Hestamannafélaginu Geysi, var valinn íþróttamaður ársins 2018 í Rangárþingi eystra en úrslitin voru tilkynnt á 17. júní.

Elvar var í úrslitum á nánast öllum mótum sem hann tók þátt í á síðasta ári, meðal annars á Íslandsmótinu og einnig á landsmótinu í Reykjavík. Hann var einnig meðal þeirra hröðustu í skeiðgreinum á árinu 2018. 

Þrír aðrir íþróttamenn voru tilnefndir, meðal annars Þormar, sonur Elvars, en hann leikur knattspyrnu á Selfossi, frjálsíþróttakonan Birta Sigurborg Úlfarsdóttir og kylfingurinn Andri Már Óskarsson.

Valið á íþróttamanni ársins er í höndum heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefndar sveitarfélagsins og þarf íþróttamaðurinn að vera 15 ára eða eldri og hafa stundað íþrótt sína með íþróttafélagi í sveitarfélaginu eða vera með lögheimili þar.  

Fyrri greinSex sækja um forstjórastöðuna
Næsta greinGrímur ráðinn þjálfari Selfoss