Elvar Örn nýliði í landsliðshópnum

Selfyssingurinn Elvar Örn Jónsson er annar tveggja nýliða í 28 manna leikmannahópi A-landsliðs karla í handbolta fyrir HM sem fram fer í Frakklandi í janúar.

Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari, hefur valið 28 manna hóp sem munu spila þrjá vináttulandsleiki í Danmörku en liðið kemur saman til æfinga milli jóla og nýárs. Fyrsti leikurinn á HM er svo gegn Spánverjum þann 12. janúar.

FH-ingurinn Óðinn Þór Ríkharðsson er hinn nýliðinn í hópnum.

Meðal annarra leikmanna í hópnum má nefna Grétar Ara Guðjónsson, Haukum, sem varði mark Selfoss í Olís-deildinni framan af vetri, Bjarka Má Elísson, Fuche Berlin, Selfyssingana Guðmund Árna Ólafsson og Janus Daða Smárason, Haukum og Selfyssinginn Ómar Inga Magnússon, Aarhus Håndbold.

Fyrri greinSelfoss í 8-liða úrslitin
Næsta greinDagný og Karitas halda knattspyrnunámskeið