Elvar Örn leikmaður ársins í Olísdeildinni

Elvar Örn Jónsson, leikmaður Selfoss, var útnefndur besti leikmaður Íslandsmótsins í handknattleik á lokahófi HSÍ sem haldið var í kvöld.

Elvar Örn varð einnig í 3. sæti í kosningunni um mikilvægasta leikmann deildarinnar, sem hlýtur Valdimarsbikarinn. Hann kom í hlut Theodórs Sigurbjörnssonar, ÍBV.

Haukur Þrastarson var valinn efnilegasti leikmaður Olísdeildar karla og bróðir hans, Örn varð í 3. sæti í kosningunni um besta þjálfarann í Olísdeild kvenna.

Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfoss, var valinn besti þjálfarinn í Olísdeild karla.

Fyrri greinÁrborg byrjar Íslandsmótið á stórsigri
Næsta greinLangþráður sigur Selfyssinga í deildinni