Elvar Örn í úrvalsliðinu

Elvar Örn Jónsson, leikstjórnandi Selfyssinga, var valinn í úrvalslið Olís-deildar karla í handbolta. Valið var tilkynnt í gær, en það eru þjálfarar liðanna í Olís-deildinni sem velja liðið.

Selfyssingar urðu í 5. sæti í deildinni og mæta Aftureldingu í 8-liða úrslitum. Það lið sem fyrr vinnur tvo leiki kemst í undanúrslit.

Fyrsti leikur Selfoss og Aftureldingar verður í Mosfellsbæ á mánudagskvöld, leikur tvö á Selfossi á miðvikudagskvöld og ef til oddaleiks kemur verður hann að Varmá á laugardag.

Neðangreindir leikmenn skipa úrvalslið Olís deildar karla:
Markmaður: Ágúst Elí Björgvinsson, FH
Línumaður: Ágúst Birgisson, FH
Vinstra horn: Andri Þór Helgason, Fram
Vinstri skytta: Sigurbergur Sveinsson, ÍBV
Hægra horn: Theodór Sigurbjörnsson, ÍBV
Hægri skytta: Arnar Birkir Hálfdánsson, Fram
Miðjumaður: Elvar Örn Jónsson, Selfossi
Varnarmaður: Orri Freyr Gíslason, Val