Elvar Örn félagsmaður mánaðarins

Elvar tekur við viðurkenningunni. Ljósmynd/Skjern Håndbold

Selfyssingurinn Elvar Örn Jónsson, leikmaður Skjern í Danmörku, hlaut á þriðjudagskvöld viðurkenningu hjá danska félaginu en hann var útnefndur félagsmaður októbermánaðar.

Anders Dahl-Nielsen afhenti Elvari viðurkenninguna fyrir bikarleik gegn Skanderborg á heimavelli Skjern.

Elvar Örn var öflugur fyrir Skjern í októbermánuði en liðið vann þá fimm af sex leikjum sínum og Elvar var öflugur bæði í vörn og sókn. Hann skoraði 30 mörk í þessum leikjum og átti fjölda stoðsendinga.

Elvar Örn hlaut þessa viðurkenningu einnig í janúar síðastliðnum, þá ásamt Björgvini Páli Gústavssyni og norska landsliðsmanninum Eivind Tangen.

Þess má geta að Skjern sigraði Skanderborg í bikarleiknum á þriðjudagskvöld, 38-25, og eru Elvar og félagar komnir í undanúrslit bikarkeppninnar. Elvar Örn skoraði fjögur mörk í leiknum.

Fyrri greinAndlát á Sólvöllum vegna COVID-19
Næsta greinSveinn og Áslaug sæmd heiðursverðlaunum garðyrkjunnar