Elvar markahæstur í tapi Selfoss

Selfoss tapaði með sex mörkum þegar liðið heimsótti Stjörnuna í 1. umferð 1. deildar karla í handbolta í kvöld.

Stjörnumenn höfðu yfirhöndina lengst af, staðan var 14-10 í hálfleik en lokatölur urðu 33-27.

Elvar Örn Jónsson var markahæstur Selfyssinga með 7 mörk, Hergeir Grímsson skoraði 6, Guðjón Ágústsson 3, Andri Már Sveinsson, Teitur Einarsson og Árni Guðmundsson 2 og þeir Árni Geir Hilmarsson, Magnús Einarsson, Jóhann Erlingsson, Eyvindur Gunnarsson og Alexander Egan skoruðu allir 1 mark.

Fyrri grein„Þetta er klárlega stærsti sigurinn“
Næsta greinÓlafur bauð lægst í hitaveituna