Elvar bestur og Haukur efnilegastur

Elvar Örn Jónsson. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Annað árið í röð var Elvar Örn Jónsson valinn besti leikmaður Olísdeildar karla í handbolta og Haukur Þrastarson valinn efnilegasti leikmaður deildarinnar.

Elvar Örn hlaut einnig Valdimarsbikarinn en hann kemur í hlut þess leikmanns sem þjálfarar í deildinni kjósa mikilvægasta leikmanninn.

Verðlaunin voru afhent á lokahófi HSÍ í dag.

Fyrri greinLeiknir hafði toppsætið af Selfyssingum
Næsta grein„Laugaskarð er ein notalegasta flotflaug landsins“