Elvar afgreiddi Gróttu

Selfoss vann öruggan sigur á Gróttu í Inkasso-deildinni í knattspyrnu þegar liðin mættust á Seltjarnarnesi í kvöld.

Þegar hálftími var liðinn af leiknum var leikmanni Gróttu vísað af velli með rautt spjald og ellefu mínútum síðar náðu Selfyssingar að nýta sér liðsmuninn. Þar var að verki Elvar Ingi Vignisson.

Staðan var 0-1 í leikhléi en Elvar Ingi tvöfaldaði forystu Selfyssinga með góðu skallamarki á 63. mínútu. Lokatölur urðu 0-2 eftir að Selfyssingar höfðu stýrt leiknum nokkuð örugglega til leiksloka.

Selfyssingar eru í 5. sæti Inkasso-deildarinnar með 21 stig eftir fjórtán leiki.

Fyrri greinTólf Selfyssingar í landsliðsverkefnum í sumar
Næsta greinStokkseyri fékk Elliðaskell