Ellefu syntu Guðlaugssund

Í gær, föstudaginn 11. mars, þreyttu 22 sundmenn Guðlaugssund í Laugaskarði í Hveragerði. Ellefu syntu heilt sund, 6 kílómetra.

Synt var til að minnast frækilegs afreks Guðlaugs Friðþórssonar er komst lífs af er báturinn Hellisey sökk um 6 kílómetra suðaustur af Heimaey þann 11. mars árið 1984.

Ellefu sundmenn syntu heilt sund, 6 kílómetra en aðrir syntu sundið sem boðsund. Laufey Rún Þorsteinsdóttir varð fyrst til að ljúka 6 km sundi og synti á einni klukkustund og 45,40 mínútum.

Vert er að minnast á yngsta sundmanninn sem synti 6 km en það er Vilborg Óttarsdóttir sem er einungis 11 ára. Elsti sundmaðurinn, Páll Sigþórsson, er 73 ára og bætti hann tíma sinn um þrjár mínútur síðan í fyrra.

Tímar í 6 kílómetra Guðlaugssundi
Laufey Rún Þorsteinsdóttir (1993) 1:45,4 klst.
Heiða Hlín Arnardóttir (1996) 1:56,4 klst.
Stefán Helgason (1996) 1:56,5 klst.
Sigurður Einarsson (1962) 1:59,3 klst.
Þröstur Stefánsson (1956) 2:02,3 klst.
Magnús Tryggvason (1964) 2:06,2 klst.
Arnfríður Þráinsdóttir (1958) 2:10,1 klst.
Aníta Þorgerður (1992) 2:11,3 klst.
Vilborg Óttarsdóttir (1999) 2:12,4 klst.
Helena 2:21,2 klst.
Páll G. Sigurþórsson (1938) 2:40,0 klst.

2 x 3 km boðsund syntu Jón Aron Lundberg og Gestur Þorsteinsson og þær Hulda Hjaltadóttir og Helga Sigurðardóttir.

Fyrri greinSævar frá í mánuð
Næsta greinHamar og Árborg töpuðu