Ellefu Selfyssingar í úrvalshópum FSÍ

Ungmennafélag Selfoss á ellefu fulltrúa í úrvalshópum fimleikasambandsins fyrir Evrópumótið í hópfimleikum sem fram fer á Íslandi í október.

Valið var í fjóra hópa karla og kvenna í unglinga og fullorðinsflokkum.

Hugrún Hlín Gunnarsdóttir er eini fulltrúi Selfoss í fullorðinsliðunum en fimm Selfyssingar eru í drengjaliðinu og sömuleiðis fimm í stúlknaliðinu.

Drengirnir eru Eysteinn Máni Oddson, Haraldur Gíslason, Konráð Oddgeir Jóhannson, Ríkharður Atli Oddson og Ægir Atlason. Í stúlknaliðinu eru Alma Rún Baldursdóttir, Anna María Steingrímsdóttir, Ástrós Hilmarsdóttir, Perla Sævarsdóttir og Rannveig Harpa Jónþórsdóttir.

Fyrri greinHótel á Hellu rís hratt
Næsta greinJóhann Ólafur leggur hanskana á hilluna