Ellefu met á Grunnskólamóti Árborgar

Alls tóku 229 keppendur í 1.-10. bekk Vallaskóla, Sunnulækjarskóla og Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri þátt í Grunnskólamóti Árborgar í frjálsum íþróttum sem sem haldið var á á Selfossi í 17. sinn þann 20. maí sl.

Glæsilegur árangur náðist í mörgum greinum og voru ellefu grunnskólamet slegin á mótinu. Keppnisaðstæður voru frekar erfiðar en breytilegur vindur og kuldi gerði keppendum erfitt fyrir. Í nokkrum tilfellum féll grunnskólamet þeim í vil sem lenti í 2. sæti en þá hefur vindur verið yfir leyfilegum mörkum hjá sigurvegaranum, en til aðárangur fáist staðfestur má meðvindur ekki fara yfir 2,0 metra á sek.

Harpa Svansdóttir, Vallaskóla, sigraði í 100 m hlaupi, spjótkasti og kúluvarpi í flokki 9.-10. bekkjar og setti grunnskólamet í kúluvarpi, Þórunn Ösp Jónasardóttir Vallaskóla sigraði í langstökki í sama flokki. Guðjón Baldur Ómarsson, Vallaskóla, sigraði bæði i langstökki og spjótkasti en í langstökkinu settu þeir Leó Snær Róbertsson og Valgarður Uni Arnarsson grunnskólamet en þeir stukku báðir 4.72 m. Leó Snær sigraði síðan í kúluvarpi og Valgarður í 100m hlaupi og hljóp hann hraðar en núgildandi met en vindur því miður yfir leyfilegum mörkum.

Katharína Sybilla Jóhannsdóttir, Vallaskóla, sigraði bæði í 100 m hlaupi og langstökki í flokki 7.-8. bekkjar og Hildur Helga Einarsdóttir einnig úr Vallaskóla sigraði í kúluvarpi og spjótkasti í sama flokki. Hákon Birkir Grétarsson, Vallaskóla, sigraði í 100 m hlaupi, langstökki og kúluvarpi í flokki 7.-8. bekkjar en vindur var of mikill til að nýtt grunnskólamet í langtökki fengist staðfest. Vilhelm Freyr Steindórsson einnig úr Vallaskóla kastaði lengst allra í spjótkastinu í sama flokki.

Eva María Baldursdóttir, Vallaskóla, sigraði í 60m hlaupi og langstökki í flokki 6. bekkjar og setti hún nýtt grunnskólamet í langstökki en of mikill vindur var í 60 m til að met fengist staðfest. Emelía Sól Guðmundsdóttir úr Vallaskóla sigraði síðan kúluvarp í sama flokki. Hjalti Snær Helgason, Vallaskóla, sigraði í kúluvarpi og langstökki í flokki 6. bekkjar en of mikill vindur var í stökkum hans í langstökkinu til að met fengist staðfest. Aron Fannar Birgisson, Vallaskóla, sigraði 60 m á nýju grunnskólameti og hann setti einnig grunnskólamet í langstökki þrátt fyrir að lenda í 2. sæti.

Thelma Karen Siggeirsdóttir, Sunnulækjarskóla, sigraði í 60 m hlaupi í flokki 5. bekkjar, Elínborg Katla Þorgrímsdóttir, Sunnulækjarskóla, sigraði í kúluvarpi og Hrefna Sif Jónasardóttir, Vallaskóla, sigraði í langstökki. Jón Smári Guðjónsson, Sunnulækjarskóla, sigraði í 60m hlaupi og langstökki í flokki 5. bekkjar og Benjamín Guðnason, Sunnuækjarskóla, sigraði í kúluvarpi í sama flokki á nýju grunnskólameti.

Í flokki 1.-4. bekkinga fengu allir þátttökuverðlaun en fimm grunnskólamet litu dagsins ljós hjá yngstu keppendunum. Í kúluvarpi settu þau Jón Tryggvi Sverrisson, Sunnulækjarskóla, og Anna Bríet Jóhannsdóttir, Vallaskóla, bæði nýtt met hjá 1. bekk. Í 60m hlaupi féllu síðan þrjú met. Eydís Arna Birgisdóttir, Vallaskóla og Hákon Garri Gestsson, Sunnulækjarskóla, settu met hjá 2. bekk og í 1. bekk setti Eldur Arnarsson nýtt grunnskólamet þrátt fyrir að hafna í öðru sæti. Vindur var yfir leyfilegum mörkum hjá þeim sem hljóp hraðast.

Öll úrslit mótsins má sjá hér

Fyrri greinSelfoss úr leik í bikarnum
Næsta greinVíkingar á Hótel Hlíð