Ellefu iðkendur frá fimleikadeild Selfoss æfa fyrir EM

Elsa Karen, Silvia Rós, Birta Rós, Þórunn, Karolína Helga, Birta Sif, Kristín María, Katrín Drífa, Victoria Ann, Magdalena Ósk og Axel Ívan eru öll í landsliðshóp fyrir EM 2024. Ljósmynd/UMFS

Fimleikadeild Selfoss á ellefu fulltrúa í landsliðshópi fyrir Evrópumótið 2024 en Ísland stefnir að því að senda fimm landslið til keppni, tvö í fullorðinsflokki og þrjú í unglingaflokki.

Landsliðshóparnir samanstanda af fimmtán iðkendum hver, sem munu æfa saman í sumar og undirbúa sig fyrir Evrópumótið sem fer fram í Azerbaijan í október.

Ellefu þessara iðkenda eru frá fimleikadeild Selfoss og á Selfoss fulltrúa úr öllum liðunum fimm. Í ágúst verður iðkendum í hópunum fækkað úr fimmtán niður í tólf og verða þá eftir þeir sextíu iðkendur sem keppa fyrir Íslands hönd á Evrópumótinu. Það er því mikið undir í sumar hjá þessum hæfileikaríku iðkendum fimleikadeildarinnar að leggja sig öll fram í æfingum sumarsins til að auka líkur sínar á að vera í lokahópnum í ágúst.

Þess má geta að á fimleikadeild Selfoss á einnig þrjá landsliðsþjálfara í þessu verkefni, en Aníta Þorgerður Tryggvadóttir sér um að þjálfa drengjalandsliðið og Mads Pind og Tanja Birgisdóttir sjá um að þjálfa stúlknalandsliðið.

Fyrri greinLífleg dagskrá á 17. júní í Hveragerði
Næsta greinStokkseyri enn án stiga – Hasar á Hellissandi